Hvaðan koma gögnin?

Gögnin koma frá Fjársýslu ríkisins sem gaf þau út á opingogn.is. Þau byggja á árshlutauppgjöri Fjársýslunnar og hafa verið flokkuð samkvæmt COFOG staðli Sameinuðu þjóðanna.

Hvar eru gögnin vistuð?

Breytt útgáfa gagnanna (með COFOG flokkuninni) er geymd í OpenSpending gagnagrunninum. Það er bæði hægt að nálgast upprunalegu gögnin á OpenSpending og breyttu gögnin

Eyða stjórnvöld virkilega engu í grunnskóla (eða eitthvað annað sem vantar)?

Jú, jú ef þú veist að stjórnvöld eyða einhverju í eitthvað eins og grunnskóla þá gera þeir það alveg þótt það sjáist ekki í þessum gögnum. Það er einhver ástæða fyrir því að upphæðirnar koma ekki fram.

Til dæmis koma upphæðir vegna grunnskóla og leikskóla ekki fram vegna þess að þau skólastig eru rekin af sveitarfélögunum og sveitarfélög á Íslandi hafa ekki opnað fjárhagsgögnin sín.

Endilega talaðu við sveitarfélagið þitt og fáðu það til að opna bókhaldið með því að setja það undir viðeigandi leyfi á opingogn.is.

Hver er á bak við þessa síðu?

Þessu var hent saman af Tryggva Björgvinssyni sem vinnur fyrir The Open Knowledge Foundation. Starfið hans felst í því að búa til svona síður og viðhalda OpenSpending verkefninu.

Hann gerði þessa síðu til þess að geta betur útskýrt fyrir fólki hvað hann vinnur við að gera: "Ég vinn við að gera síður eins og hvertferskatturinn.is" sem er miklu þægilegra en að reyna að útskýra hvað opin gögn eru og af hverju þau eru mikilvæg. Með svona síðu sér fólk hvað opin gögn eru mikilvæg.

Í síðunni felst enginn áróður eða neitt þannig heldur er hún aðallega nytsamleg fyrir venjulegt fólk sem vill skilja hvert skattarnir þeirra fara.